'68 og Perla Fáfnisdóttir

Þú ert hér:» Rauðsokkahreyfingin» Útlitsdýrkun»  '68 og Perla Fáfnisdóttir
Dec 5, 2016

Kvennasögusafn í Þjóðarbókhlöðunni í 20 ár


Kvennasögusafn Íslands var formlega opnað í Þjóðarbókhlöðunni þann 5. desember 1996. Safnið var stofnað 1. janúar 1975 af þeim Önnu Sigurðardóttur, Else Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdóttur og var liður af Kvennaárinu 1975. Kvennaársnefndin lauk formlega störfum sínum í mars 1976 með því að gefa Kvennasögusafni þá fjármuni sem voru til afgangs eftir Kvennaárið.

Kvennasögusafn var stofnað á heimili Önnu Sigurðardóttur og við stofnun þess gaf hún safninu þau gögn tengd kvennasögu sem hún hafði safnað saman í nokkra áratugi. Anna var jafnframt fyrsti forstöðumaður safnsins og gegndi þeirri stöðu þar til hún lést árið 1996.

Markmið Kvennasögusafn hafði verið frá stofnun vera hluti af opinberu safni, helst sem hluti af starfsemi Þjóðarbókhlöðu. Fékk Kvennasögusafn aðstöðu á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar, tveimur árum eftir opnun hússins, og var þar í 20 ár. Fyrsta forstöðukona Kvennasögusafn eftir flutninga var Erla Hulda Halldórsdóttir, sagnfræðingur, og gegndi hún þeirri stöðu þar til ársins 2001 þegar Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur, tók við af henni. Auður lét af stöðunni fyrr á þessu ári og er Rakel Adolphsdóttir, sagnfræðingur, nú tekin við. Jafnframt er Kvennasögusafn nú flutt á fyrstu hæð Þjóðarbókhlöðunnar.

Anna Sigurðardóttir-kvennafrísgögnJPG

Til baka

Fyrri síða Klæði

Næsta síða Arfleifð