'68 og Perla Fáfnisdóttir

Þú ert hér:» Rauðsokkahreyfingin» Útlitsdýrkun»  '68 og Perla Fáfnisdóttir
Mar 11, 2020

Kvennalistakonur leggja Kvennasögusafni lið


Þann 28. febrúar 2020 hélt Kvennasögusafn Íslands viðburð í samstarfi við Sæunni Ólafsdóttur, meistaranema í safnafræði við Háskóla Íslands.

Sæunn hefur unnið mikið starf í flokkun ljósmynda sem fylgdu skjalasafni Samtaka um kvennalista þegar það var afhent á Kvennasögusafn Íslands árið 1999. Flokkun myndanna er fyrsti liður í lokaverkefni Sæunnar en þær eru á annað þúsund og ýmist teknar við opinber tækifæri eða í innra starfi samtakanna.

Sæunn hafði samband við konur úr Kvennalistanum og bað þær um að heimsækja safnið og veita upplýsingar um tilefni og tilurð myndanna, svo sem að bera kennsl á fólk, staði og tíma. Viðbrögð við fyrirspurninni voru góð og hópur kvenna kom saman á þessum föstudagseftirmiðdegi og lagði fram vinnu sína. Hafa nú safnast ómetanlegar upplýsingar sem auðga ljósmyndasafnið til muna og gerir það aðgengilegt fyrir bæði fræðimenn og almenning.

Kvennasögusafn Íslands kann Sæunni og Kvennalistakonum bestu þakkir. 

Til baka

Fyrri síða Klæði

Næsta síða Arfleifð